Spennustöðin LjónagryfjanPrenta

Körfubolti

Þrír leikir í röð og allir algerir naglbítar í Ljónagryfjunni. Bæði liðin okkar komin í bikarskálina fyrir 8-liða úrslitin og Ljónagryfjan rafmögnuð upp á síðkastið. Þetta hófst með spennuleik gegn Val í Domino´s-deild karla þar sem vannst naumur sigur, kvennaliðið sló svo Stjörnuna úr bikarnum í naglbít og í kvöld var Suðurnesjarimma „par excellance“ þegar Njarðvík sló Grindavík út úr Maltbikarnum eftir æsireið.

Lokatölur í kvöld voru 79-75 þar sem Terrell Vinson hélt áfram að baka andstæðingum Njarðvíkurliðsins vandræði með 25 stig og 8 fráköst. Ragnar Nathanaelsson bætti við tvennu með 11 stig og 10 stoðsendingar. Logi setti nokkra sterka þrista þegar leikurinn var í bullandi járnabindingum og kláraði hann í kvöld með 16 stig, 4 fráköst og 4 stoðsendingar og Maciek Baginski bætti vð 17 stigum og 4 fráköstum. Snjólfur Marel „Die Hard“ Stefánsson bauð upp á enn eina „ég er jaxl“ frammistöðu og þá var ánægjulegt að sjá Brynjar Þór Guðna á parketinu en hann fékk m.a. það hlutverk að glíma við Þorstein Finnbogason í liði Grindavíkur.

Okkar menn náðu 10 stiga forystu þegar fjórði leikhluti var hálfnaður en Grindvíkingum tókst að klóra sig aftur upp að hlið okkar 75-75 en Njarðvíkingar kláruðu dæmið og eru í pottinum á morgun þegar dregið verður í 8-liða úrslit. Hrikalega sterkur sigur í kvöld í leik sem einkenndist af mikilli baráttu.

Þökkum ykkur sem mættuð á pallana í kvöld – stuðningurinn skiptir öllu máli!

Tölfræði leiksins
Umfjöllun Karfan.is um leikinn

 

RafholtLogoHondaLogo sparrilogo