Skráningar í fullum gangi á sumarnámskeiðin í LjónagryfjunniPrenta

Körfubolti

Æfingar í sumarnámskeiðum UMFN hefjast á mánudaginn 8.júní. Æft verður mikið í sumar og verður í fyrsta skipti æft alla sumarmánuðina. Skipt verður æfingunum uppí þrjú námskeið , eitt í hverjum mánuði.

Æfingar verða fyrir iðkendur fædda 2003-2012. Við fáum atvinnumanninn og leikmann íslenska landsliðsins Elvar Friðriksson til að þjálfa aftur hjá okkur, hann sá um mikið af æfingunu síðasta sumar við miklar vinsældir.

Elvar Friðriksson mun þjálfa hópana fædda 2007-2012 og Adam Eiður Ásgeirsson  sem lék í bandaríska háskólaboltanum í vetur mun þjálfa elsta hópinn ( 2003-2006), einnig munu margir aðstoðarþjálfara aðstoða við æfingarnar.

Aldrei hafa verið svo margar æfingar í boði fyrir iðkendur félagsins yfir sumartímann.

Skráning á sumaræfingarnar fara fram í gegnum Nora. Opnað verður fyrir skráningu 16.maí. 15% systkinaafsláttur er veittur á hvert barn sé fleiri en eitt skráð. Afslátturinn reiknast á barn nr. 2 sem er skráð og frv. https://umfn.felog.is/ 

Skráning er einnig hafin í hin árlega körfuboltaskóla en tvö námskeið verða í sumar fyrir börn fædd 2009-2014. Skráning á námskeiðið fer fram í gegnum póstfangið aggiogsvava@simnet.is . Skólinn er í íþróttahúsinu við Akurskóla eins og síðustu ár.

Allar upplýsingar um námskeiðið má finna hér:

https://sumar.rnb.is/is/vetur-2017-2018/korfuboltaskolinn-2020-fyrir-born-faedd-2009-2014?fbclid=IwAR251TJkH_tdQcJsKjJEElRzsCq7iVJ4rJhOeq2SfVWDMidieKi-_p_hNNk 

Sumaræfingar 2020

Æfingar fara fram í Ljónagryfjunni, íþróttahúsi Njarðvíkur.

Sumaræfingar fyrir krakka fædda 2009-2010.

Þessi hópur æfir þrisvar sinnum í viku.

Verð fyrir hvert námskeið: 10.000 kr

Sumaræfingar 1:

Byrja mánudaginn  8.júní – 25.júní.

Æft verður  mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga frá 11:45-13:00.

Sumaræfingar 2:

Byrja mánudagurinn 6.júlí – 23.júlí.

Æft verður mánudaga,  þriðjudaga og fimmtudaga frá 11:45-13:00.

Sumaræfingar 3:

Byrjar þriðjudaginn 4.ágúst – 21.ágúst .

Æft verður mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga 11:45-13:00.

( ein æfing föstudag 21.ágúst)

Sumaræfingar fyrir krakka fædda 2007-2008.

Þessi hópur æfir þrisvar sinnum í viku.

Verð fyrir hvert námskeið: 10.000 kr

Sumaræfingar 1:

Byrja mánudaginn  8.júní – 25.júní.

Æft verður  mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga frá 13:00-14:15.

Sumaræfingar  2:

Byrja mánudagurinn 6.júlí – 23.júlí.

Æft verður mánudaga,  þriðjudaga og fimmtudaga frá 13:00-14:15.

Sumaræfingar 3:

Byrja þriðjudaginn 4.ágúst – 21.ágúst.

Æft verður mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga 13:00-14:15.

( ein æfing á föstudag 21.ágúst)

Sumaræfingar fyrir krakka fædda 2011-2012.

Þessi hópur æfir tvisvar í viku.

Verð fyrir hvert námskeið: 6.500 kr

Sumaræfingar 1:

Byrja þriðjudaginn 9.júní – 25.júní.

Æft verður þriðjudaga  og fimmtudaga frá 14:15-15:15.

Sumaræfingar 2:

Byrja þriðjudaginn 7.júlí – 23.júlí.

Æft verður þriðjudaga og fimmtudaga frá 14:15-15:15.

Sumaræfingar 3:

Byrja þriðjudaginn 4.ágúst – 20.ágúst

Æft verður þriðjudaga og fimmtudaga frá 14:15-15:15.

Sumaræfingar fyrir krakka fædda 2003-2006.

Þessi hópur æfir þrisvar sinnum í viku.

Verð fyrir hvert námskeið: 12.000 kr

Sumaræfingar  1 :

Byrja mánudaginn 8.júní – 25.júní.

Æft verður  mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga  16:00-17:30.

Sumaræfingar  2 :

Byrja mánudaginn 6.júlí – 23.júlí. Æft verður mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga 16:00:-17:30 .

Sumaræfingar 3 :

Byrja þriðjudaginn 4.ágúst – 21.ágúst. Æft verður mánudaga, þriðjudaga  og fimmtudaga 16:00:-17:30.

( ein æfing  föstudag 21.ágúst)