Skemmtilegt jólamótPrenta

Sund

Um 140 sundmenn kepptu á jólamótinu í ár. Keppt var í öllum 25 m greinunum í kynjablönduðum riðlum. Yngsti sundmaðurinn var hún Elísa Sól Traustadóttir 3 ára (verður 4 í lok mánaðarins) en hún keppti í 25 m skriðsundi og var á frábærum tíma 1:46.38! Yngsti strákurinn var Aron Logi Halldórsson sem keppti í 25 bringu og var á tímanum 1:02.50, 25 bak á tímanum 1:14.52 og 25 skrið á 1:13.95! Stórglæsilegt! Jólasveinninn mætti á svæðið og gaf krökkunum mandarínur og allir 10 ára og yngri fengu verðlaunapening. Þetta var skemmtilegt og hratt mót sem gekk afar vel. Kærar þakkir þjálfarar og sérstaklega þið sem voruð með marga unga sundmenn, ykkur tókst mjög vel að sjá um þau öll. Bestu þakkir til foreldra sem sáu um að halda mótið, við kunnum að meta það. Bestu óskir um gleðileg jól! Úrslit Jólamót ný met Þröstur Bjarnason 25 Skrið (25m) Karlar-ÍRB Þröstur Bjarnason 25 Skrið (25m) Karlar-Keflavík Þröstur Bjarnason 25 Skrið (25m) Piltar-ÍRB Þröstur Bjarnason 25 Skrið (25m) Piltar-Keflavík Baldvin Sigmarsson 25 Bak (25m) Piltar-ÍRB Baldvin Sigmarsson 25 Bak (25m) Piltar-Keflavík Eydís Ósk Kolbeinsdóttir 25 Bak (25m) Telpur-Njarðvík Diljá Rún Ívarsdóttir 25 Flug (25m) Meyjar-ÍRB Diljá Rún Ívarsdóttir 25 Flug (25m) Meyjar-Keflavík Tristan Þór K Wium 25 Skrið (25m) Sveinar-Keflavík Eva Margrét Falsdóttir 25 Skrið (25m) Hnátur-ÍRB Eva Margrét Falsdóttir 25 Skrið (25m) Hnátur-Keflavík Hafdís Eva Pálsdóttir 25 Bak (25m) Hnátur-ÍRB Hafdís Eva Pálsdóttir 25 Bak (25m) Hnátur-Keflavík Eva Margrét Falsdóttir 25 Bringa (25m) Hnátur-ÍRB Eva Margrét Falsdóttir 25 Bringa (25m) Hnátur-Keflavík Eva Margrét Falsdóttir 25 Flug (25m) Hnátur-ÍRB Eva Margrét Falsdóttir 25 Flug (25m) Hnátur-Keflavík Fannar Snævar Hauksson 25 Skrið (25m) Hnokkar-ÍRB Fannar Snævar Hauksson 25 Skrið (25m) Hnokkar-Njarðvík Clifford Dean Helgason 25 Skrið (25m) Hnokkar-Keflavík Fannar Snævar Hauksson 25 Bak (25m) Hnokkar-ÍRB Fannar Snævar Hauksson 25 Bak (25m) Hnokkar-Njarðvík Clifford Dean Helgason 25 Bak (25m) Hnokkar-Keflavík Kári Snær Halldórsson 25 Bringa (25m) Hnokkar-ÍRB Kári Snær Halldórsson 25 Bringa (25m) Hnokkar-Njarðvík Fannar Snævar Hauksson 25 Flug (25m) Hnokkar-Njarðvík Hafsteinn Emilsson 25 Skrið (25m) Snáðar-ÍRB Hafsteinn Emilsson 25 Skrið (25m) Snáðar-Njarðvík Ómar Magni Egilsson 25 Bak (25m) Snáðar-Keflavík Hafsteinn Emilsson 25 Flug (25m) Snáðar-ÍRB Hafsteinn Emilsson 25 Flug (25m) Snáðar-Njarðvík