Njarðvík náði í sterkan 1-2 sigur í Keflavík í fyrri leik undanúrslita í umspili um að komast í Bestu deild karla.
Mörk Njarðvíkur gerðu Oumar Diouck og Tómas Bjarki Jónsson, úr víti.
Næsti leikur er á sunnudaginn á heimavellinum okkar, JBÓ vellinum, þar sem við ætlum að troðfylla völlinn og styðja strákana í baráttunni um að komast á Laugardalsvöll, og möguleika á sæti í Bestu deildinni.
Miðasala á leikinn hefst 18.september á Stubb.
Áfram Njarðvík!
Umfjöllun helstu miðla má finna hér:
Skýrsla fotbolti.net
Viðtal Gunnars Heiðars við fotbolti.net
Umfjöllun Vísir.is um leikinn
Viðtal Gunnars Heiðars við Visir.is
Umfjöllun, viðtöl og myndasafn frá Víkurfréttum
Umfjöllun MBL
Viðtal Gunnars Heiðars við MBL
KSÍ skýrslan