Sigur í átta markaleik gegn Víking Ó.Prenta

Fótbolti

Njarðvík sigraði Víking Ólafsvík 5 – 3 í Fótbolta.net mótinu á Akranesi í dag. Ólsarar komust í 1 – 0 eftir rúmlega 10 mín leik en Krystian Wiktorowicz náði að jafna stuttu fyrir lok fyrrihálfleiks.

Víkingar komumst aftur yfir með marki úr vítaspyrnu fljótlega í seinnihálfleik en Krystian náði að jafna stuttu seinna. Njarðvík komst síðan í 2 – 3 með marki frá Stefáni Birgi Jóhannessyni en Víkingar náðu að jafna aftur. Stefán Birgir kom Njarðvík aftur yfir með marki úr vítaspyrnu og Bergþór Ingi Smárason setti fimmta markið á lokamínótunni.

Þessi leikur var svona allavega, margt gott og annað ekkert sérstakt en sigur. Næsti leikur okkar í mótinu er gegn Aftureldingu á fimmtudaginn kemur í Reykjaneshöll. Njarðvík og Afturelding eru jöfn í riðlinum og er því um hreinan úrslitaleik hvort liðið leikur til úrslita í B deild mótsins.

Lið Njarðvíkinga í dag var skipað eftirtöldum, þeir í sviganum komu inná í seinnihálfleik.

Rúnar Gissurarson m (Brynjar Atli Bragaon), Arnar Helgi Magnússon, Brynjar Freyr Garðarsson, Jón Tómas Rúnarsson, Falur Guðmundsson (Jökull Örn Ingólfsson), Ari Már Andresson, Hlynur Magnússon (Stefán Birgir Jóhannesson), Theodór Guðni Halldórsson (Kenneth Hogg), Krystian Wiktorowicz, Andri Gíslason (Bergþór Ingi Stefánsson), Guyon Philips (Elton Barros).
Ónotaður Marc McAusland.

Mynd/ markaskorar leiksins Bergþór Ingi, Stefán Birgir og Krystian