Sigur hjá Drengjaflokki en tap hjá Unglingaflokki um helginaPrenta

Drengjaflokkur sigraði Þór frá Akureyri nokkkuð örugglega 75-53. Fyrri leikurinn tapaðist mjög stórt fyrir norðan og er þetta því mikill viðsnúningur. Leikur liðsins hefur verið betri og betri með hverjum leiknum og liðið á mikilli siglingu. Vörnin í leiknum var frábær og sést það á stigaskori Þórs , en strákarnir héldu þeim í 53 stigum. Gabríel átti enn einn stórleikinn í sókninni og skoraði 40 stig, næstur kom Bergvin með 11. Næsti leikur er gegn Fjölni í Gravarvogi næsta þriðjudag.

Unglingaflokkur tapaði 85-95 fyrir Snæfell í hörkuleik. Þessi tvö lið eru jöfn að stigum í deildinni í efsta sætinu eftir þennan leik. Snæfellingar eru að mestu skipaðir leikmönnum meistaraflokks og eru með sterkt lið. Okkar strákar voru fáliðaðir vegna veikinda en léku aðeins 7 í þessum leik. Það hafði einhver áhrif því það fór að draga af liðinu þegar leið í síðari hálfleikinn.
Stigahæstur var Gunnlaugur Sveinn með 31 stig.
Næstu leikur er gegn Þór Akureyri fyrir norðan á föstudaginn.