Sigur gegn Sindra á HöfnPrenta

Fótbolti

Njarðvíkingar sigruðu Sindra á Hornafirði í dag 1 – 2 og situr í efsta sæti 2. deildar ásamt Magna en liðin eru jöfn á öllum tölum. Það var blautt á Hornafirði í dag og setti það svip á leikinn. Fyrsta mark leiksins kom eftir 30 mín leik þegar Styrmir Gauti Fjeldsted skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu. Atli Freyr Ottesen Pálsson bætti siðan við seinna marki okkar 4 mín seinna. Heimamenn náðu að minnka munin á 36 mín með skoti beint úr aukaspyrnu. Við vorum óheppnir að bæta ekki við marki í fyrrihálfleik en staðan 1 – 2 í hálfleik.

Njarðvíkingar voru sterkari aðilinn í leiknum frá upphafi til enda og áttu í seinnihálfleik að setja nokkur mörk en boltinn vildi ekki í markið. Eins marks forysta er tæp en Sindramenn náðu aldrei að skapa sér nein færi til að jafna. Þrjú stig í toppbaráttunni voru því sótt til Hafnar en við höfum ekki á góðu gegni að fagna fyrir austan undanfarin ár. Eins og áður sagði þá erum við eftir ásamt Magna síðan eru þrjú stig í Huginn.

Næsti leikur okkar er gegn Tindastól á föstudaginn kemur heima.

Leikskýrslan Sindri – Njarðvík

Staðan í 2. deild

Myndirnar eru úr leiknum í dag

IMG_9180   IMG_9144 IMG_9229   IMG_9232

IMG_0233   IMG_0128