Sigur gegn Olympic HaarlemPrenta

Fótbolti

Njarðvík sigraði Olympia Haarlem 2 – 0 í seinni æfingaleik liðsins í Hollandi í dag. Olympia Haarlem er ungt félag sem er að byggja upp lið og sækir leikmenn í raðir þeirra sem ekki komast að hjá liðum í efstu deildunum. Liðið er mjög vel skipað og léku vel allan leikinn og það þurfti að hafa fyrir þessu í 20 stiga hita og sól á grasvelli sem var ekkert sérstakur. Þetta var fyrsta skipti hjá okkur á grasi síðan í lok Íslandsmótsins sl. sumar.

Fyrrihálfleikur var markalaus og átti hvorugt liðið nein sérstök færi til að skora. Í seinnihálfleik náðum við forystunni á 70 mín þegar Arnar Helgi Magnússon skoraði með skoti fyrir utan teig sláinn inn. Bergþór Ingi Smárason bætti við öðru marki þegar um 5 mín voru eftir eftir að hafa spilað sig upp allan völl og skorað með góðu skoti í bláhornið.

Fínir sprettir hjá okkur í dag en einhver þreyta farin að koma í menn eftir tvær æfingar á dag. Æfingferðinni lauk með þessum leik og á morgun heldur mannskapurinn heim. Menn eru ánægðir með ferðinna sem tókst í alla staði vel.

Byrjunarlið okkar; Mathias Rosenörn (m) (Brynjar Atli Bragason), Arnar Helgi Magnússon, Birkir Freyr Sigurðsson, Neil Slooves, Magnús Þór Magnússon, (Sigurbergur Bjarnason), Luka Jagacic (Bergþór Ingi Smárason), Ari Már Andrésson, Andri Fannar Freysson, Stefán Birgir Jóhannesson,Theodór Brynjar Atli BragasonGuðni Halldórsson, Kenneth Hogg (Elís Már Gunnarsson)

Varamannabekkurinn; Brynjar Atli Bragason (m), Unnar ElÍ Jóhannesson (m), Bergþór Ingi Smárason, Atli Freyr Ottesen Pálsson, , , Elvar Óli Einarsson, Arnór Björnsson, Elís Már Gunnarsson, Jón Gestur Birgisson, Sigurbergur Bjarnason, Krystian Wiktorowicz.

Myndirnar eru úr leiknum í dag.