Sigur gegn Grindavík æfingaleikPrenta

Fótbolti

Njarðvík sigraði Grindavík 3 – 1 í æfingaleik í Reykjaneshöll í kvöld. Grindvíkingar voru fyrr til að skora strax á upphafs mínótunum. Brynjar Freyr Garðarsson náði að jafna um miðjan fyrrihálfleik og Andri Fannar Freysson kom Njarðvík yfir rétt í lok fyrrihálfleiks. Í seinnihálfleik náði Krystian Wiktorowicz að skora þriðja markið.  Þessi leikur var mikill framför frá síðasta æfingaleik gegn Fram. Bæði liðin í kvöld eru nánast við byrjunarreit á undirbúningstímabilinu.

Byrjunarlið Njarðvík; Brynar Atli Bragason (m), Arnar Helgi Magnússon, Brynjar Freyr Garðarsson, Davíð Guðlaugsson, Atli Geir Gunnarsson, Andri Fannar Freysson, Sigurður Þór Hallgrímsson, Bergþór Ingi Smárason,  Krystian Wiktorowicz, Pawel Grudzinski, Ari Már Andrésson.

Varamenn; Unnar Elí Jóhannesson (m), Þórir Ólafsson, Falur Orri Guðmundsson, Jökull Örn Ingólfsson, Elís Már Gunnarsson sem allir komu við sögu í seinnihálfleik.

Markaskorararnir stilltu sér upp fyrir myndatöku, Krystian, Andri Fannar og Brynjar Freyr.