Sigur á Völsungi, spennandi lokamínúturPrenta

Fótbolti

Njarðvík tók á móti Völsungum frá Húsavík í lokaleik fyrri umferðar á Njarðtaksvellinum í dag og hafði góðan sigur 3 – 2. Norðanmenn hafa verið á miklu skriði uppá síðkastið og skorað mikið. Því var fyrirfram búist við fjörugum leik og það átti eftir að rætast  A.m.k.síðustu 5 mínúturnar. En leikurinhn fór fremur rólaga af stað fyrsta korterið, en þá fóru Njarðvíkingar að sýna að það er í raun engin tilviljun að þeir verma toppsæti deildarinnar um þessar mundir. Þeir tóku nánast öll völd á vellinum og áttu margar snarpar sóknir og nokkur hættuleg skot, ámeðan Húsvíkingar voru fremur „passívir“. Það var svo á markamínútunni þeirri 42 að okkar menn gerðu fyrsta mark leiksins. Það gerði Stefán Birgir Jóhannesson með laglegum hætti og staðan 1-0 í hálfleik og útlit fyrir skemmtilegan seinnihálfleik.

Njarðvík hélt uppteknum hætti í síðari hálflek og stjórnaði leiknum. Völsungar áttu samt alveg sínar rispur en ógnuðu aldrei vörn okkar, sem hefur verið gríðarlega þétt í sumar. Njarðvík nýtti kantana vel og áttu margar skemmtilegar sóknir þar sem tvær þeirra báru árangur. Í fyrra skiptið skoraði Atli Freyr Ottesen með fallegu skoti á 56. mínútu og það síðara gerði Jón Veigar Kristjánsson á 80. mínútu eftir að hafa leikið vörn gestanna grátt. Héldu nú flestir að leiknum væri nánast lokið, en rétt eftir að Njarðvík hafði nærri gert 4. markið, skoruðu Völsungar úr tveimur vítaspyrnum með stuttu millibili. Þeirri fyrri á 85. mínútu, eftir að boltinn hafði hrokkið í hönd varnarmanns, sem mörgum þótti strangur dómur.

Skömmu síðar þegar leikurinn var að fjara út, gerði markvörður okkar sig sekan um glórulaust einbeitingarleysi þegar hann „danglaði“ í einn leikmann gestanna og fékk að launum rautt spjald og staðan skyndilega orðin 3-2 og Njarðvík einum leikmanni færri.
En uppbótartíminn sem eftir var dugði ekki Völsungum til að jafna og því gærkominn 3 stig í hús hjá okkar mönnum og toppsætið því þeirra eftir fyrri umferð íslandsmótsins.

Njarðvíkurliðið lék virkilega vel í dag í 80. mínútur og margir leikmenn að sýna sínar bestu hliðar. Flott samstaða og leikgleði einkennir liðið. Toppsætið er því staðreynd enn um stundir ásamt Magnamönnum.

Nú er vika í næsta leik en þá kemur lið Hugins í heimsókn og þá verður barist um toppsætið enda hafa Seyðfirðingar verði á mikilli siglinum.

Leikskýrslan Njarðvík – Vöslungur

Staðan í 2. deild

Myndirnar eru úr leiknum í dag.

IMG_8825

IMG_8817

IMG_8798

IMG_8795

IMG_8791