Sigur gegn AugnablikPrenta

Fótbolti

Njarðvík sigraði Augnablik 3 – 2 í 2. umferð A riðlilsins í Lengjubikarnum í dag. Fyrri hálfleikur var slakur hjá Njarðvíkingum og ekkert var að ganga upp. Gestirnir náðu forystunni á 33 mín og bættu síðan við marki á 42 mín. Stefán Birgir Jóhannesson náði að klóra í bakkann með marki á 45 mín og staðan 1 – 2 í hálfleik.

Njarðvíkingar komu betur undirbúnir í seinnihálfleik og Arnar Helgi Magnússon jafnaði fyrir Njarðvík 56 mín og Andri Gíslason setti það þriðja á 61 mín. Nokkrir góðir möguleikar fóru forgörðum að bæta við mörkum en sigur 3 – 2 var niðustaðan. Eins og áður sagði vorum við slakir í fyrrihálfleik en náðu að bæta það verulega upp í þeim seinni gegn góðu liði Augnarbliks, þeir spiluðu vel og voru alltaf að ógna okkur.

Næsti leikur er á laugardaginn kemur gegn KFG í Garðarbæ.

Leikskýrslan Njarðvík – Augnablik 

Mynd/ markaskorarnir Andri, Arnar og Stefán