Seigla gaf tvö stig gegn ValPrenta

Körfubolti

Njarðvík vann í kvöld framlengdan spennusigur á Val í Domino´s-deild karla. Þessi leikur fer seint í sögubækurnar hjá gæðaeftirlitinu en seiglan í okkar mönnum tryggði tvö góð stig eftir framlengingu.

Gestirnir frá Hlíðarenda höfðu forystuna 10-11 eftir fyrsta leikhluta, ekki var nú margt glæsilegt sem bar fyrir augu þessar fyrstu 10 mínútur en þær næstu nýttu okkar menn í að jafna leikinn 29-29 og þannig var staðan í hálfleik. Chaz með 8 stig í hálfleik og Maciek með 7. Þónokkuð margt sem mátti batna fyrir síðari háflleikinn og okkar menn mættu ögn beittari inn í þriðja.

Mario Matasovic fann fjölina í þriðja og Njarðvík leiddi að honum loknum 58-49. Valsmenn náðu undir lok leiks að jafna metin svo 70-70 svo framlengja varð slaginn eftir að lokaskotið í venjulegum leiktíma frá Chaz vildi ekki niður.

Í framlengingunni skoruðu Ljónin okkar fyrstu sjö stigin og þar með var björninn unninn, loktölur 86-76 þar sem Super Mario Matasovic gerði 24 stig og var með 21 frákast. Chaz kom næstur með 22 stig, 9 fráköst og 7 stoðsendingar og þá var Maciek með 18 stig og 2 stoðsendingar.

Næsti leikur er á föstudag á útivelli gegn Þór Akureyri en það er síðasti leikurinn okkar í Domino´s-deildinni í febrúarmánuði áður en skellur á bikar- og landsleikjahlé en deildin heldur svo áfram í marsmánuði.

Myndasafn
Tölfræði leiksins

Mynd/ JBÓ