Samningi við Philip riftPrenta

Körfubolti

Samning við Philip Jalalpoor sem hóf tímabilið með karlaliðinu í körfuboltanum hefur verið rift. Phil þótti ekki hafa hentað liðinu nægilega vel en hann spilaði einn leik fyrir félagið í deildinni og þó nokkra á undirbúningstímabilinu. Körfuknattleiksdeildin þakkar Phil fyrir sitt framlag og óskar honum vel í sínum næstu verkefnum.