Sætaferðir með Bus4u og Sparra á morgunPrenta

Körfubolti

Fjórði undanúrslitaleikur Njarðvíkur og Tindastóls í Subwaydeild karla verður í Síkinu í Skagafirði á morgun, laugardaginn 30. apríl. Leikurinn hefst kl. 20:15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur í samstarfi við Sparra byggingarfélag verður með sætaferðir frá Ljónagryfjunni á morgun kl. 14.00. Sparri byggingarfélag sem er einn af fremstu og helstu samstarfsaðilum Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur liðsinnir við að halda kostnaði við sætaferðirnar í lágmarki.

Sætaferðir verða á kr. 2500,- með Busu4 og er hægt að bóka sæti í rúturnar hér. Við tökum fram að einstaklingar undir lögaldri eru beðnir um að skila inn skriflegu leyfi fyrir sætaferðirnar – nánari upplýsingar um það í hlekknum.

Fyllum bílana, rútunar og söngpokann – mætum græn!

#ÁframNjarðvík

Mynd með frétt/ Jón Björn – Dedrick Basile í öðrum leiknum með Njarðvík gegn Tindastól.