Róbert Sean semur við Njarðvík út tímabilið 2027-2028Prenta

Körfubolti

Róbert Sean Birmingham hefur samið við Njarðvík út leiktíðina 2027-2028. Róbert Sean hefur glímt við erfið meiðsli undanfarin misseri en hefur sýnt mikla elju við að koma sér aftur í topp stand og standa vonir til þess að hann mæti á parketið í byrjun næstu leiktíðar.

Hafsteinn Sveinsson formaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur kvaðst stoltur af því að félagið væri að semja til lengri tíma við leikmann úr yngri flokka starfi félagsins. „Eins og mörgum er kunnugt er Róbert Sean mikið efni en hefur verið óheppinn með meiðsli á sínum ferli til þessa. Við höfum fulla trú á því að hann komi sterkur til baka og muni styrkja Njarðvíkurliðið mikið á næstu leiktíð,” sagði Hafsteinn.

Þrátt fyrir ungan aldur hefur Róbert Sean komið við á Spáni og í Bandaríkjunum og verið í leikmannahópum yngri landsliða Íslands.