Robert Blakala með 100 leiki fyrir NjarðvíkPrenta

Fótbolti

Robert Blakala með 100 leiki fyrir Knattspyrnudeild Njarðvíkur!

Robert Blakala lék í gær leik númer 100 fyrir Njarðvík í keppnum á vegum KSÍ.

Undir það teljast leikir í Íslandsmóti, bikarkeppni og deildarbikarnum.

Leikurinn kom í því miður, 2-4 tapi gegn Leikni Reykjavík í miklum rok leik.

Pólski markmaðurinn kom til okkar fyrst fyrir leiktíðina 2018 og spilaði þá alla 22 leiki Inkasso deildarinnar það árið.
Þá færði hann sig til Vestra á Ísafirði og lék með þeim tvær leiktíðir áður en hann kom heim til Njarðvíkur þar sem hann hefur leikið síðan.
Robert er samhliða því að leika með meistaraflokki að sinna markmannsþjálfun ungra markmanna hér á Suðurnesjum og gerir það með mikilli prýði.

Knattspyrnudeildin óskar Robert innilega til hamingju með áfangann!

Áfram Njarðvík!