Reykjanesapótek og Njarðvík framlengja samstarfi sínuPrenta

Körfubolti

Sigríður Pálína Arnardóttir eigandi Reykjanessapóteks og Kristín Örlygsdóttir formaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur gerðu nýverið nýjan samstarfs- og styrktarsamning.

Á síðustu árum hefur Reykjanesapótek stutt myndarlega við bakið á starfsemi körfuknattleiksdeildarinnar. Þess má geta að Erna Freydís Traustadóttir dóttir Sigríðar lék um tíma með Njarðvík í meistaraflokki en er tiltölulega nýhætt í boltanum svo framlag Sigríðar til deildarinnar hefur verið af fjölbreyttum toga í gegnum árin.

„Sigríður Pálína og hennar góða fólk í Reykjanesapóteki eru sannir stuðningsmenn og vilja starfseminni okkar allt hið besta. Það er gaman að starfa með svona öflugu fólki og tala nú ekki um fyrirtæki á borð við Reykjanesapótek en ég held ég hafi aldrei vitað um jafn skemmtilegt og þjónustulundað apótek á ævi minni,” sagði Kristín Örlygsdóttir þegar nýji samningurinn var í höfn.

Reykjanesapótek hefur aðsetur á Hólagötu 15 í Reykjanesbæ og starfar eftir einkunnarorðunum: „Saman hugum við að heilsunni.”

Facebook-síða Reykjaness apóteks.

Mynd/ JBÓ – Sigríður Pálína og Kristín formaður KKD UMFN sáttar með nýtt samstarf.