Rannveig og Kristín með sína fyrstu leiki í úrvalsdeildPrenta

Körfubolti

Kvennalið Njarðvíkur lokaði deildarkeppninni í Subwaydeild kvenna með hörku sigri á Val. Í leiknum voru tveir ungir og efnilegir leikmenn á skýrslu en það voru þær Rannveig Guðmundsdóttir og Kristín Björk Guðjónsdóttir.

Rannveig var þarna að leika sinn annan úrvalsdeildarleik á ferlinum en hún spilaði sinn fyrsta úrvalsdeildarleik rétt fyrir áramót en sá leikur var einnig á móti Val. Þá var Kristín Björk í hópnum í fyrsta sinn en hún er 15 ára gömul og þar með fjórði ungi leikmaður félagsins til að leika í meistaraflokki þetta tímabilið þar sem stöllur hennar Sara Björk Logadóttir og Hulda María Agnarsdóttir léku nýverið sína fyrstu leiki einnig og áðurnefnd Rannveig sem kom við sögu í sínum fyrsta leik rétt fyrir áramót.

Þess má til gamans geta að Kristín Björk á ekki langt að sækja körfuboltahæfileikana en karl faðir hennar Guðjón Helgi Gylfason varð t.d. Íslandsmeistari með karlaliði Njarðvíkur árið 1998 þegar Njarðvík skellti KR 3-0 í úrslitum um titilinn. Rannveig er tiltölulega nýkomin aftur heim í Njarðvík eftir veru sína hjá Paterna á Spáni og hefur þú þegar verið að láta til sín taka í 12. flokki og með meistaraflokki.

Mynd/ Rannveig t.v. og Kristín t.h. með leikskýrslurnar eftir leik að Hlíðarenda.