Ragnar Nathanaelson til liðs við UMFNPrenta

Körfubolti

LIðstyrkur hefur borist í teig okkar Njarðvíkinga og munar um minna. 218 cm hár miðherji að nafni Ragnar Nathanaelson mun leika með UMFN næstu tvö árin og sjá um að hreinsa spjaldið reglulega í Ljónagryfjunni ásamt því að setja niður einhver stig og verjast andstæðingum.  Lengi hefur loðað við lið okkar að skort hefur uppá sentimetrana og nú hefur því verið kippt í liðinn.

 

Ragnar lék með Arcos Al­bacete Basket og Các­eres Ciu­dad del Baloncesto á síðustu leiktíð á Spáni og þar áður í Dominosdeildinni með liði Þórs í Þorlákshöfn þar sem hann var að skila myndarlegri tvennu að meðaltali í leik.  Við bjóðum að sjálfsögðu Ragnar velkomin til leiks og væntum þess að stuðningsmenn taki vel á móti honum því hann hefur lofað að vera með læti, eins og hann sagði sjálfur í samtali. RaggiNat-Njardvik1