Ragnar heldur á ný miðPrenta

Körfubolti

Samstarfi Njarðvíkur og miðherjans Ragnars Nathanaelssonar verður ekki áframhaldið á næstu leiktíð. Stjórn Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur vill þakka Ragnari fyrir samstarfið og hans framlag til klúbbsins.

Ákvörðun Njarðvíkur og Ragnars var sameiginleg og skilja leiðir í bróðerni. Undirbúningur fyrir næstu leiktíð er þegar hafinn í Ljónagryfjunni og greinum við frá frekari gangi mála um leið og unnt er.