Rafn Markús á ný í NjarðvikPrenta

Fótbolti

Rafn Markús Vilbergsson er gengin á ný til liðs við Njarðvik. Rafn hefur æft með okkur frá því við byrjuðum í vetur og tekið þátt í æfingaleikjum en er nú komin með keppnisleyfi. Hann verður væntanlega í hópnum á morgun gegn Vængjum Júpiters í fyrsta leik Lengjubikarsins.

Rafn Markús gekk fyrst til liðs við Njarðvik sumarið 2005 frá Val, en hann er uppalin Víðismaður. Frá 2005 til 2013 lék hann yfir 200 leiki með Njarðvík í öllum keppnum. Hann tók að sér þjálfun meistaraflokks Víðis haustið 2013 og var með liðið sumarið 2014 og 2015. Við bjóðum Rafn Markús velkomin í okkar raðir á ný