RÁÐSTEFNA: VINNUM GULLIÐ – DAGSKRÁ OG STREYMIPrenta

UMFN

Vinnum gullið – síðasta tækifæri til að skrá sig

Mennta- og barnamálaráðuneytið, í samstarfi við ÍSÍ, UMFÍ og Samband íslenskra sveitarfélaga, minnir á ráðstefnuna Vinnum gullið – ný stefna í afreksíþróttum á Íslandi mánudaginn 20. nóvember kl. 9-16. Ath. Viðburðurinn hefur verið fluttur í Silfurberg í Hörpu vegna mikillar aðsóknar. Opið er fyrir skráningar til og með 16. nóvember. Á ráðstefnunni verða kynnt áform um eflingu afreksíþróttastarfs á Íslandi með bættri aðstöðu, stuðningi og réttindum fyrir afreksíþróttafólk.

Dagskrá

Ýmsum spurningum er ósvarað um hvernig bæta megi fyrirkomulag afreksíþróttastarfs og styðja betur við afreksíþróttafólk. Bætt umgjörð íþróttastarfs kallar á aðkomu fjölbreyttra aðila s.s. íþróttasambanda, -héraða og -félaga, fræðasamfélagsins, þjálfara, íþróttafólks og sömuleiðis foreldra sem gjarnan leggja mikinn tíma og fé til að styðja við íþróttaiðkun barna sinna. Leitast verður við að fá fram sem flest sjónarmið til að finna heildstæða útfærslu sem tekur mið af þörfum allra sem koma að afreksíþróttastarfi.

Starfshópur mennta- og barnamálaráðherra mun vinna áfram með niðurstöðurnar og taka mið af þeim í tillögum sínum.

Skráning á ráðstefnu

Ráðstefnan er öllum opin. Aðgangur er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig. Skráningarfrestur er til og með 16. nóvember og hvetur mennta- og barnamálaráðuneytið öll áhugasöm um íþróttir og afreksstarf til að mæta.

Streymi

UMFN hvetur alla áhugasama að skrá sig.