Páskaeggjaleit KKD UMFN og Nói Siríus 5. aprílPrenta

Körfubolti

Miðvikudaginn 5. apríl næstkomandi verður páskaeggjaleit Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur í skrúðgarðinum í Njarðvík. Leitin hefst stundvíslega kl. 16.30 en þessi árlegi viðburður er ætlaður fyrir okkar yngstu stuðningsmenn (c.a. 2. bekkur og yngri).

Nói Siríus styður að vanda vel við páskaeggjaleitina og að henni lokinni fá allir heitt súkkulaði í skrúðgarðinum. Tilvalin leið til þess að hefja páskahátíðina og anda að sér ferska loftinu. Spáin segir að við munum smeygja okkur beint inn á milli rigningardropanna svo það er von á þurru veðri og góðri skemmtun.

Glöggir leitarar geta einnig fundið gullegg en nánar um leitina hér að neðan:

Líkt og fyrri páskaeggjaleitir munu „leitarar” þurfa að þefa uppi páskamiða og skila þeim inn til að fá páskaegg. Við verðum með heitt súkkulaði á staðnum í boði Krónunnar fyrir duglega leitara og duglegasti leitarinn sem finnur „risamiðann” verður leystur út með myndarlegu páskaeggi sem Nettó gefur í leitina.

Hvernig virkar páskaeggjaleitin?

  • Leitarar mæta í Skrúðgarðinn rétt fyrir 16.30.
(fínt að allir safnist saman hjá aparólunni, við hleypum svo inn í garðinn)
  • Allir verða ræstir út á sama tíma og nóg er að finna 1-2 miða og skila þeim inn hjá kakóborðinu.
  • Á kakóborðinu fá leitarar afhent lítið páskaegg og rjúkandi heitan kakóbolla.
  • Við hvetjum svo alla til að vera duglega að mæta í Ljónagryfjuna því nú er skemmtilegasti tími ársins í gangi – sjálf úrslitakeppnin!

Sjáumst í skrúðgarðinum á morgun, 5. apríl.
Áfram Njarðvík