Pálmi Rafn í marki U 17 í tapi gegn ArmeníuPrenta

Fótbolti

Pálmi Rafn Arinbjörnsson stóð í marki U 17 ára í 1 – 0 tapi gegn Armeníu í kvöld en leikið var í Edinborg í Skotlandi. Þetta var fyrsti landsleikur hans með U 17 en hann á að baki 4 leiki með U 15 og 5 leiki með U 16. Þetta var loka leikur liðsins í undankeppni fyrir EM 2020 en allir leikirnir í Skotlandi töpuðust.

Þetta er væntanlega síðasti landsleikur hans sem Njarðvíkur leikmaður en hann mun endanlega ganga til liðs við Wolves í lok nóvember þegar hann verður 16 ára.

Mynd/ Pálmi Rafn á æfingu fyrir Skotlandsferðina