Öruggt gegn Stál-úlfi í BorgunarbikarnumPrenta

Fótbolti

Njarðvík sigraði Stál-úlf 1 – 6 í fyrstu umferð Borgunarbikarsins í kvöld. Munurinn á liðunum var eins og úrslitin gefa til kynna en það tók Njarðvíkinga 15 mín að skora þegar Theodór Guðni Halldórsson skoraði af stuttu færi. Theodór var á skotskónum í fyrrihálfleik en hann bætti við tveimur mörkum á 29 og 48 mín og staðan 0 – 3 í hálfleik.

Í seinnihálfleik bætt Njarðvíkingar við þremur mörkum en þau öll gerði Sigurður Þór Hallgrímsson en hann kom inná sem varamaður á 49 mín. Mörk hans komu á 62, 92 og 94 min. Heimamenn náðu að klóra í bakkann á 89 mín.

Með sigri þessum fáum við leik næsta laugardag gegn ÍR á heimavelli. Við stefnum á að leikurinn fari fram á Njarðtaksvellinum.

Mynd/ Markaskorurum fagnað

Leikskýrslan Stál-úlfur – Njarðvík

Myndirnar eru úr leiknum í kvöld.

IMG_7001   IMG_6994

IMG_6993   IMG_6991