Njarðvíkingar verða í pottinum þegar dregið verður í 32 liða úrslitum Mjólkurbikarsins á þriðjudaginn kemur, en við sigruðum Hvíta riddarann örugglega 0 – 6 í Mosfellsbænum í dag. Svona leikir geta oft verið snúnir fyrir þau lið sem ofar í deildum og fyrirfram álitnir sigurstranglegri í dag var of mikill munur á liðunum til að eitthvað óvænt gæti gerst.
Það var bara tímaspursmál hvernar fyrsta markið kæmi og það kom á 16 mín þegar Andri Gíslason kom boltanum í netið í sínum fyrsta mótsleik með Njarðvík. Síðan komu mörkin hvert af öðru, Kenneth Hogg strax á 19 mín, Arnar Helgi Magnússon á 22 mín, Krystian Wiktorowicz á 29 mín, Bergþór Ingi Smárason á 36 mín og svo Andri Gíslason aftur á 37 mín. Staðan 0 – 6 í hálfleik.
Eflaust hafa margir búist við annari holskeflu í seinnihálfleik en svo reyndist ekki vera þó nokkrir möguleikar hafi ekki níst okkur. Leiknum lauk því 0 – 6 sem var alveg nóg fyrir okkur. Það ringdi mikið þegar leið á leikinn og voru leikmenn blautir þegar þeir komu inn í hálfleik og rigninginn hélt áfram í seinnihálfleik allt þar til undir lok leiks.
Tveir leikmenn voru að spila sína fystu mótsleiki fyrir Njarðvík í dag, Andri Gíslason og spánverjinn Guillermo Gonzalez Lamarca. Næsti leikur okkar er í 32 liða úrslitum Mjólkurbikarsins annaðhvort þriðjudaginn 30 april eða miðvikudaginn 1. maí.
Leikskýrslan Hvíti riddarinn – Njarðvík
Myndirnar eru frá leiknum í dag