Orkumótinu í Eyjum lokiðPrenta

Fótbolti

Orkumótinu í Eyjum fyrir 6. flokk sem hófst á miðvikudaginn lauk í gær. Njarðvík var með tvö lið á mótinu alls 17 stráka og gekk báðum liðunum vel á mótinu.

Ingi Þór Þórisson þjálfari 6. flokks sagði eftir mótið. Lið 1 spilaði frábæran fótbolta oft á tíðum en átti erfiðan dag á laugardeginum en enduðu mótið á að sýna hvað þeir virkilega geta með að vinna nágranna okkar úr Víði/Reyni. Lið 2 kom öllum skemmtilega á óvart með að vinna 9 leiki af 10 leikjum sem er ótrúlega flott. Ég er búinn að fara á ótrúlega mörg mót og hef aldrei orðið vitni af öðrum eins stuðning og var hjá foreldrum í liði 2 það var sungið allan tímann og svo tekið víkingaklappið strax eftir leik. 

Myndirnar eru frá mótinu er fengnar frá foreldrum drengjanna.

19748696_1256115574511712_9136667448820926276_n

2

6

Capture

3