Öll umfjöllun um stórsigur Njarðvíkur á einum staðPrenta

Fótbolti

Njarðvíkurliðið vann stórsigur á nágrönnum sínum úr Keflavík í gær í 32 liða úrslitum Mjólkurbikarsins.
Leikar enduðu 4-1 eftir frábæran leik frá okkar mönnum.
Mörk Njarðvíkur í leiknum skoruðu Kenneth Hogg, Oumar Diouck og Maggi Matt skoraði síðan tvívegis.

Stemmingin byrjaði strax klukkan 17 í Vallarhúsinu í Njarðvík þar sem fjöldinn allur af Njarðvíkingum komu saman og hituðu upp fyrir leikinn áður en haldið var yfir til Keflavíkur þar sem í heildina rétt rúmlega 1200 áhorfendur á völlinn.
Knattspyrnudeildin vill þakka öllum þeim sem mættu og studdu lið sitt glæsilega áfram í baráttunni – þið voruð öll stórkostleg!

Það er skammt stórra högga á milli, og næsti leikur liðsins er annar nágrannaslagur, nú gegn Reyni Sandgerði í 2.deildinni, þar sem okkar menn eru enn ósigraðir eftir 3 leiki. Leikurinn er mánudaginn, 30. maí og hefst kl 19:15 – við viljum sjá alla á pöllunum þar!

Hér að neðan má finna alla umfjöllun, viðtöl og myndir um leikinn annarsvega frá VF.is og fotbolti.net

https://www.vf.is/ithrottir/storsigur-njardvikinga-i-barattunni-um-baeinn
https://www.vf.is/ithrottir/reykjanesbaer-er-graenn
https://fotbolti.net/game.php?action=view_article&id=5231
https://fotbolti.net/news/25-05-2022/maggi-matt-og-parti-i-stukunni-tokum-keflavik-nokkud-thaegilega
https://fotbolti.net/news/25-05-2022/holmar-orn-madur-kemur-a-hvern-einasta-leik-hja-keflavik
https://fotbolti.net/news/25-05-2022/einar-orri-folk-trudi-thvi-ad-vid-gaetum-stritt-theim

Fyrir fánann og UMFN!