Öll umfjöllun um 2-2 jafntefli Njarðvíkur og ÆgisPrenta

Fótbolti

2-2 jafntefli varð niðurstaðan gegn Ægir í nýliðaslag á gervigrasinu við Nettóhöllina í gærkvöldi.

Ægismenn komust yfir eftir einungis 3 mínútna leik.
Rafael Victor jafnaði síðan metin fyrir Njarðvíkinga á 30. mín. Það var síðan á markamínútunni sem Ægismenn komust aftur yfir, og strax í kjölfarið komust einir í gegn sem endaði með að Marc McAusland, fyrirliði Njarðvíkinga tók leikmann Ægis niður og uppskar rautt spjald.
Njarðvíkingar voru þó ekki búnir að segja sitt síðasta, en Oumar Diouck jafnaði metin á 56. mín en þar við sat í leik sem einkenndist af miklum vindi, rigningu og baráttu.

Næstu tveir leikir eru á útivelli, annarsvegar bikarleikur gegn FH þann 17.maí og hinsvegar suðurnesjaslagur gegn Grindavík í Lengjudeildinni þann 21.maí

Hvetjum alla Njarðvíkinga til að fjölmenna þá.

Áfram Njarðvík!

Alla umfjöllun um leikinn má finna hér:

Skýrsla fotbolti.net um leikinn
Viðtal Arnars Hallsonar við fotbolti.net
Umfjöllun VF um leikinn