Ólánið eltir Jón: Styttist mögulega í OddPrenta

Körfubolti

Jón Sverrisson hefur lokið leik þetta tímabilið en eftir viðureignina við Hauka er komið í ljós að Jón er með slitið krossband. Tíðindin eru hreint út sagt nöturleg og sendir KKD UMFN Jóni allar sínar bestu kveðjur í þessari baráttu.

Jón sat af sér lungann af yfirstandandi tímabili vegna krossbandaslita og eftir aðgerð tókst honum að komast í grænt og hjálpa okkur í baráttunni en þá í Haukaleiknum gaf hitt hnéð sig og leiktíðin því á enda hjá okkar manni. Jón hefur sjálfur tjáð sig um stöðuna á Facebook

Oddur Rúnar Kristjánsson hefur einnig lítið sem ekkert getað beitt sér vegna ökklameiðsla en er ekki klár í slaginn eins og sakir standa. Daníel Guðni þjálfari sagði að vonandi yrði Oddur tilbúinn í slaginn í marsbyrjun.

Ljósmynd/ Bára Dröfn