Nýtt starfsár yngri flokka hefst 1. októberPrenta

Fótbolti

Nýtt starfsár yngri flokka hefst fimmtudaginn 1. október samkvæmt æfingatöflu.

Búið er að opna fyrir skráningar í Skráningarkerfi UMFN og eru allar skráningarupplýsingar undir Skráningar.

Hver starfandi flokkur hjá okkur er með sína síðu á umfn.is undir Flokkar. Þar er hægt að fá allar helstu upplýsingar varðandi hvern flokk fyrir sig.

Iðkendum okkar hefur fjölgað mikið undanfarin ár og vill knattspyrnudeildin kappkosta að halda áfram að bjóða upp á gott og metnaðarfullt starf. Í ljósi mikillar fjölgunar iðkenda höfum við bætt í þegar kemur að ráðningum á nýjum þjálfurum.

Eftirfarandi þjálfarar hafa verið ráðnir til starfa hjá knattspyrnudeildinni:

Adam Sigurðsson mun þjálfa 8. flokk drengja og stúlkna, auk þess að vera aðstoðarþjálfari í 6. flokki drengja.
Arna Lind Kristinsdóttir mun taka að sér þjálfun 5. flokks stúlkna, ásamt markmannsþjálfun.
Marc McAusland mun koma að þjálfun í 4. og 5. flokki drengja, ásamt afreksþjálfun.
Rúnar Gissurarson mun taka að sér markmannsþjálfun.
Sveinbjörn Jón Ásgrímsson mun þjálfa 3. flokk drengja.

Daníel Örn Baldvinsson hverfur til annarra starfa en hann hefur þjálfað hjá knattspyrnudeildinni undanfarin þrjú ár og komið að uppbyggingu kvennaboltans með miklum sóma. Þá mun Sævar Júlíusson ekki þjálfa hjá okkur á næsta starfsári en hann hefur komið að þjálfun markvarða félagsins til fjölda ára með frábærum árangri. Þess má einnig geta að Leifur Gunnlaugsson framkvæmdarstjóri félagsins til fjölda ára lét af störfum í vor. Leifur hafði starfað fyrir knattspyrnudeildina í tæpa þrjá áratugi og vann ótrúlega mikið og óeigingjarnt starf. Barna- og unglingaráð þakkar þeim öllum fyrir vel unnin störf og óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni.

Eins og sjá má á myndinni þá er þjálfarahópurinn orðinn nokkuð fjölmennur. Þjálfarar  komu saman á dögunum og eru allir mjög spenntir fyrir komandi starfsári.

Við bjóðum alla iðkendur okkar velkomna til starfa á ný og að sjálfsögðu einnig alla nýja iðkendur.


NJARÐVÍK knattspyrnudeild

Afreksbraut 10. 260 Reykjanesbæ
s 421 1160 (skrifstofa) /  862 6905 / njardvikfc@umfn.is

Leikgleði, samvinna, dugnaður