Nýtt ár, nýtt verkefni ert þú ekki með?Prenta

Fótbolti

Á nýju ári hefst nýtt starfsár hjá Stuðningsmannafélaginu Njarðmenn sem er nú orðið 19 ára gamalt. Mikil vægi félagsins í að styðja við starfsemi meistaraflokks félagsins er gríðalegt og hefur skilað miklu. Í ár er verkefnið annað en síðustu tvö ár en áskorunin jafnt sú sama. Verkefnið framundan er að búa til samkeppnishæft lið við önnur liðs sem mæta til keppni í 2. deild næsta sumar.

Talsverðar breytingar hafa orðið á liði okkar frá sl. sumri. Lögð hefur verið áhersla á að fá nýja og reynslumeiri leikmenn í stað þeirra sem er farnir í bland við yngri uppalda leikmenn. Nýtt þjálfarateymi er komið að liðinu og væntum við þess að því fylgi ákveðinn ferskleiki og nýjar hugmyndir. Til að láta þetta allt ganga upp þarf fjármagn og þá kemur sér vel að eiga góða bakhjarla eins og þá sem mynda stuðningsmannafélagið. Þess vegna vonumst við til að fá góðar undirtektir frá þeim sem hafa verið með okkur og vondandi vilja fleiri og nýjir leggja okkur lið.

Eftir að æfingar byrjuðu í nóvember höfum við leikið fjóra æfingaleiki fram að áramótum og eftir áramót höfum við leikið tvo leiki í Fótbolta.net mótinu og eigum einn eftir í riðlakeppni þegar þetta er ritað.

Sama fyrirkomulag og gjöld verða eins og undanfarin ár. Við munum senda á þá sem hafa verið með síðasta ár greiðsluseðill með gjalddaga 1. febrúar, þegar hann hefur verið greiddur þá verða fjórir aðrir stofnaðir. Þeir sem eru með félagsgjaldið á kretitkorta raðgreiðslum halda því áfram.

Nýjir félagsmenn geta skráð sig með því að senda tölvupóst á njardvikfc@umfn.is einnig er hægt að skrá sig á Skráningarsíðu UMFN.

Svona til upprifjunar eru félagsgjöldin eftirfarandi;

A – aðild er kr. 15.000.- fyrir árið
B – aðild (hjónagjald) er kr. 22.500.- fyrir árið
C – aðild er kr. 20.000.- fyrir árið

Allar upplýsingar um Stuðningsmannafélagið Njarðmenn er að finna á heimasíðu knattspyrnudeildarinnar