Nýjasti NjarðvíkingurinnPrenta

Körfubolti

 

Það fjölgar ört í bæjarfélaginu eins og flestir vita og bjóðum við að sjálfsögðu alla velkomna í félagið okkar ástkæra.  Nýverið flutti í Njarðvík nokkuð kunnur körfuknattleiks leikmaður og áhugamaður alla leið frá Sauðárkróki.  Kappinn kemur að vísu ekki beint frá Sauðárkróki því hann átti tók “stutt” stop við í höfuðborginni til koma undir sig fótum í tónlistarheiminum.  En nú hefur Sverrir Bergmann Magnússon söngvari og spússa hans, Kristín Eva Geirsdóttir hreiðrað um sig í Njarðvíkinni.  Sverrir fagnaði afmæli sínu á dögunum og var ákveðið að um leið og við bjóðum hann velkominn á leiki hjá nýja félagi sínu að gefa honum smá afmælisgjöf í tilefninu.

 

Sverrir var að vonum gríðarlega sáttur með gjöfina og sagði hana eina þá allra bestu á hans síðari árum.  Lofaði hann því að fara að mæta á leiki og ýjaði einnig að því hvort hann væri ekki gjaldgengur með “B” liði UMFN í komandi leikjum.  Þau mál hafa verið athuguð og lítið er því í fyrirstöðu að Sverrir klæðist grænu treyjunni á komandi mánuðum.