Nóg af mótum hjá yngri flokkum – 3. flokkur á Spáni í æfingaferðPrenta

Fótbolti

Sumarið er tíminn sagði víst einhver.
Það er óhætt að taka undir þau orð fyrir yngri flokka starf Knattspyrnudeildar Njarðvíkur þar sem nóg er um að vera þessa dagana.

Fimmtudaginn 16. júní fór 6. flokkur kvenna á Lindex mótið á Selfossi.
Skráð voru tvö lið til leiks og mættu 12 galvaskar stúlkur á mótið. Stelpurnar stóðu sig virkilega vel og voru gildi deildarinnar í hávegum höfð; Leikgleði, Samvinna og Dugnaður.
Annað liðanna lenti í fyrsta sæti í sínum riðli, og hitt liðið í öðru sæti í sínum riðli.

Þá er Norðurálsmótið á Akranesi í fullum gangi þessa helgina þar sem 6 lið eru skráð til leiks frá Njarðvík úr 7.flokki drengja.
Strákarnir eru að standa sig með prýði og mikið fjör í gangi hjá hetjum framtíðarinnar.

Að lokum þá er 3. flokkur Njarðvíkur staddur á Spáni í æfingaferð þar sem æft og spilað er við algjörar toppaðstæður í frábæru veðri.
Þess á milli eru ýmis hópefli og skemmtanir í gangi hjá hópnum sér til dægrastyttingar.

Hér að neðan má sjá ýmsar svipmyndir úr yngri flokka starfinu: