Njarðvíkingar lagðir af stað til PaternaPrenta

Körfubolti

Vinafélagaverkefni Njarðvíkur og Paterna heldur áfram þar sem 10. flokkur kvenna og stúlknaflokkur héldu í morgun áleiðs af stað til Spánar til þess að æfa og spila við ungmennalið Paterna.

Vinir okkar frá þessu skemmtilega hverfi í Valencia komu fyrr á leiktíðinni til Njarðvíkur þar sem liðin æfðu saman og mættust í tveimur leikjum.

Dagskráin ytra verður þéttskipuð hjá okkar konum en með þeim í för eru þjálfararnir Hermann Ingi Harðarson, Eygló Alexandersdóttir og Bylgja Sverrisdóttir. Fararstjórn er í höndum Guðmundar Albertssonar og Guðbjargar Björnsdóttur frá unglingaráði KKD UMFN.

Hópurinn er væntanlegur heim aftur þann 28. apríl en þá mun hópurinn hafa spilað þónokkra örleiki við hin ýmsu lið eins og kynnt er í dagskrá heimamanna sem og stærri leiki við Paterna.

Við munum flytja nánari fréttir af hópnum síðar en látum duga í bili að segja góða ferð og áfram Njarðvík!