Njarðvíkingar á NorðurleiðPrenta

Körfubolti

Nú stendur fyrir dyrum langferð hjá okkar mönnum í grænu sem mæta Þór Akureyri í sjöttu umferð Domino´s-deildar karla í kvöld. Leikurinn fer fram kl. 19:15 í Höllinni á Akureyri.

Aðeins tvö stig skilja liðin að í deildinni, Þór í 9. sæti með 4 stig en Njarðvík í 6. sæti með 6 stig. Þetta eru tvö dýr stig í pottinum í kvöld og allir þeir Njarðvíkingar sem kunna að vera á Akureyri í kvöld ættu að skella sér í Höllina og hvetja græna áfram til sigurs!

Staðan í deildinni
Mynd/ Ragnar Helgi Friðriksson mætir Þór Akureyri í kvöld en hann var á mála hjá Eyjafjarðarfélaginu á síðustu leiktíð.

HondaLogo