Njarðvík-Stjarnan í Maltbikarnum í kvöldPrenta

Körfubolti

Njarðvík og Stjarnan mætast í 16-liða úrslitum Maltbikars kvenna kl. 19:15 í Ljónagryfjunni í kvöld. Í þriðju umferð Domino´s-deildar kvenna gerðu Stjörnukonur okkur skráveifu í Ljónagryfjunni og í kvöld er kominn tími til að kvitta fyrir það!

Treystum því Njarðvíkingar góðir að það verði fjölmennt, styðjum okkar konur áfram og inn í 8-liða úrslit Maltbikarsins. Áfram Njarðvík!