Njarðvík spáð 4. sæti í Domino´s-deild karlaPrenta

Körfubolti

Árlegur kynningarfundur Domino´s-deildanna fór fram á Hard Rock Café í dag. Á fundinum birtist spá fjölmiðla og svo önnur spá formanna, fyrirliða og þjálfara í Domino´s-deildunum. Njarðvíkingum var spáð 4. sæti af fulltrúum deildarinnar en 5. sæti af fjölmiðlafólki. Í báðum spám sem birtar voru var KR spáð titlinum.

Hamagangurinn hefst næsta fimmtudag þegar Domino´s-deild karla rúllar af stað. Okkar menn fara í áhugaverðan leik svo ekki sé meira sagt en sá er á útivelli gegn ÍR sem sendu okkur í sumarfrí á síðasta tímabili. Við hvetjum alla til að fjölmenna í Breiðholtið og styðja Ljónin rækilega til að hefja tímabilið með glans og landa tveimur mikilvægum stigum í deild sem verður gríðarlega spennandi í vetur.

Í annarri umferð er komið að fyrsta heimaleik okkar en sá verður 10. október og það verður enginn smá smíði af körfuboltaleik því þá mæta Tindastólsmenn í Njarðtaks-gryfjuna. Okkur tókst ekki að leggja Stólana í fyrra í deildinni en ætlum okkur að sjálfsögðu meira úr þeim rimmum þessa vertíðina.

Spá formanna, þjálfara og fyrirliða í Domino´s-deild karla

KR 329
Stjarnan 324
Tindastóll 269
Njarðvík 251
Grindavík 206
Haukar 195
Keflavík 181
Valur 172
Þór Þ. 129
ÍR 93
Fjölnir 68
Þór Ak. 45

Spá fjölmiðlamanna

KR 135
Stjarnan 135
Tindastóll 103
Haukar 100
Njarðvík 94
Valur 92
Grindavík 86
Keflavík 67
Þór Þ. 44
ÍR 41
Fjölnir 25
Þór Ak. 14

Mynd/ JBÓ – Frá kynningarfundinum í dag.