Njarðvík sigurvegari í 2. deild 9. flokks kvennaPrenta

Körfubolti

Stelpurnar í 9. flokki kvenna léku úrslitakeppni sína í Ljónagryfjunni um síðustu helgi. Liðið mætti Val í undanúrslitum og hafði betur og lagði svo ÍR í hreinum úrslitaleik deildarinnar 33-31 eftir háspennuslag. 2009 stelpurnar í Njarðvík leika því í 1. deild á næstu leiktíð í 10. flokki kvenna. Jafnaldrar þeirra í 9. flokki karla féllu út í undanúrslitum um helgina gegn Val með 59-76 ósigri gegn Völsurum. Strákarnir leika því áfram í 2. deild á næstu leiktíð.

Í úrslitaleiknum gegn ÍR var það Þorgerður Tinna Kristinsdóttir sem var valin besti leikmaður úrslitaleiksins með 15 stig og þá setti hún niður tvö risavaxin víti á lokasekúndunum sem skiptu sköpum þegar upp var staðið. Leikir helgarinnar í Ljónagryfjunni voru í beinni útsendingu á Njarðvík TV en leikina má sjá alla hér.

Myndasafn frá úrslitaleik Njarðvíkur og ÍR í 9. flokki kvenna má sjá hér.