Njarðvík sigraði GrindavíkPrenta

Fótbolti

Njarðvík sigraði Grindavík 4 – 3 í æfingaleik í Reykjaneshöll í kvöld. Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir Njarðvík en Grindavíkingar voru komnir í 2 – 0 eftir 5 – 6 mín leik með mörkum Alexanders Veigars Þórarinssonar úr vítaspyrnu og Marc Mcausland. Það tók tíma að hrista þessa slæmu byrjun af sér og undir lok fyrrihálfleiks náði Kenneth Hogg að skora með skalla í bláhornið eftir góða sókn okkar.

Seinnihálfleikur hófst eins og sá seinni með því að Marc Mcausland kom Grindavík í 3 – 1. En Njarðvíkingar lögðu ekki árar í bát heldur náðu að minnka munin með marki frá Krystian Wiktorowicz. Andri Fannar Freysson náði síðan að jafna leikinn og Krystjan kom svo Njarðvík yfir 3 – 4 sem urðu lokatölurnar.

Þetta var loka æfingaleikur liðanna áður en alvaran tekur við næsti leikur okkar er á fimmtudaginn kemur í Mjólkurbikarnum gegn annaðhvort Hvíta riddaranum eða Kormák/Hvöt sem eigast við á morgun. Strákarnir eiga hrós skilið fyrir að ná sér á strik eftir slæma byrjun og Krystjan setti tvö í tilefni afmælisdagsins. Þá lék Pálmi Rafn í markinu í seinnihálfleik.

Byrjunarlið Njarðvík; Brynar Atli Bragason (m), Arnar Helgi Magnússon, Brynjar Freyr Garðarsson, Toni Tipuric, Atli Geir Gunnarsson, Andri Fannar Freysson, Bergþór Ingi Smárason, Stefán Birgir Jóhannesson, Pawel Grudzinski, Kenneth Hogg, Ari Már Andrésson.

Varamenn; Pálmi Rafn Arinbjörnsson (m), Krystian Wiktorowicz, Falur Orri Guðmundsson, Jökull Örn Ingólfsson, Elís Már Gunnarsson, Denis Hoda, Kristinn Helgi Jónsson, Andri Gíslason.

Mynd/ markaskorar kvöldsins Krystjan, Kenny og Andri Fannar.