Njarðvík Semur við MacronPrenta

Fótbolti

Knattspyrnudeild UMFN hefur skrifað undir fjögurra ára samstarfssamning við íþróttavörumerkið Macron. Macron opnaði nýverið nýja verslun í Skútuvogi og eru einnig með öfluga vefverslun á macron.is

Macron var stofnað 1971 í Bologna á Ítalíu. Upphaflega framleiddi fyrirtækið vörur fyrir önnur merki, þ.á.m. Nike, Adidas og Reebok.

Árið 2001 varð stefnubreyting og áhersla lögð á hönnun og framleiðslu íþróttafatnaðar fyrir hópíþróttir. Undanfarin ár hefur fyrirtækið bætt við einstaklingsíþróttum og götufatnaði með góðum árangri. Nýtískuleg og framúrstefnuleg hönnun hafa gert Macron að mest vaxandi íþróttavöruframleiðanda í Evrópu sl. áratug.

Macron leggur mikið upp með góða þjónustu, gæði og gott verð.

Við Njarðvíkingar bindum miklar vonir um farsælt samstarf og bjóðum Macron velkomið til liðs við okkur.

Hér má sjá tilboð frá Macron

Mælum með að foreldrar kynni sér tilboðin. Þið getið skoðað úrvalið á vefnum hjá þeim: https://macron.is/vorur/lidinokkar/njardvik/ – Gott að nýta sér tilboðin í jólapakkana í ár.

ATH. Það þarf að fá úthlutað númer hjá Knattspyrnudeildinni með því að senda póst á buningar@umfn.is. Þeir sem eru þegar með númer geta pantð sér fatnað með því númeri.