Njarðvík semur við Aurimas MajauskasPrenta

Körfubolti

Njarðvík hefur samið við Aurimas Majauskas frá Litháen en hann mun fylla stöðu miðherja. Majauskas er 202 cm hár og lék tímabilið 2018-2019 í NKL deildinni í Litháen með Palangos Kursiai.

Majauskas er fæddur 1993 og var í háskóla í Bandaríkjunum við Sam Houston State. Majauskas kom til landsins í gær og verður klár í slaginn með Njarðvík gegn ÍR þann 5. janúar næstkomandi.