Landsbankinn og Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur framlengdu á dögunum samstarfssamning sinn en með undirritun nýja samningsins verður Landsbankinn áfram á meðal helstu styrktaraðila deildarinnar.
Það voru Páll Kristinsson varaformaður KKD UMFN og Arnar Hreinsson útibússtjóri Landsbankans í Reykjanesbæ sem undirrituðu samninginn skömmu fyrir bikarviðureign Njarðvíkur og KR í Maltbikar karla.
Stjórn KKD UMFN fagnar áframhaldandi samstarfi sínu við Landsbankans en þátttaka þeirra í íþróttasamfélaginu á Suðurnesjum er til mikillar fyrirmyndar.
Mynd/ SBS