Njarðvík mætir ÍR í Skógarseli í kvöldPrenta

Körfubolti

Átjánda umferð Subwaydeildar kvenna fer fram í kvöld. Njarðvík leggur þá leið sína í Skógarsel og mætir ÍR kl. 19:15. ÍR er á botni deildarinnar með 2 stig en Njarðvík í fjórða og síðasta sætinu sem gefur passann inn í úrslitakeppni. Því eru tvö mikilvæg stig í boði í kvöld enda Njarðvík og Grindavík í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni.

Fyrir kvöldið er Njarðvík með 18 stig í 4. sæti en Grindavík 16. stig í 5. sæti deildarinnar. Fyrir kvöldið eru alls 22 stig eftir í pottinum fyrir hvert lið svo enn geta orðið talsverðar breytingar á stöðutöflunni. Við hvetjum Njarðvíkinga til að mæta í Skógarsel og styðja við bakið á Ljónynjunum okkar í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni.

Áfram Njarðvík!