Njarðvík-Keflavík kl. 20:15 í Ljónagryfjunni!Prenta

Körfubolti

Reykjanesbær er að veði í kvöld þegar Njarðvík og Keflavík mætast kl. 20:15 í lokaleik fyrstu umferðar Domino´s-deildar karla. Stórleikurinn hefst kl. 20:15 í Ljónagryfjunni í Njarðvík og er von á fullu húsi svo það er ráð að mæta tímanlega. Miðasala hefst kl. 19:00.

Það er útkall á alla Njarðvíkinga að mæta í grænu litunum sínum og styðja vel við bakið á Ljónunum. Það skiptir engu máli hvort þetta sé fyrsti leikur mótsins eða síðasti leikur mótsins, þessar viðureignir eru alltaf rjóminn í íslenskum körfuknattleik.

Bæði lið Njarðvík og Keflavík hafa séð nokkrar breytingar frá síðustu leiktíð en hér eru þær helstu:

Njarðvík:

Komnir:
Ólafur Helgi Jónsson frá Þór Þ
Einar Árni Jóhannsson frá Þór Þ (þjálfari)
Jón Arnór Sverrisson frá Hamri
Jeb Ivey frá Finnlandi
Mario Matasovic frá Sacred Heart College
Adam Eiður Ásgeirsson frá Þór Þ
Julian Rajic frá Króatíu
Garðar Gíslason frá Reyni S.

Farnir:
Vilhjálmur Theodór Jónsson til Fjölnis
Oddur Rúnar Kristjánsson til Vals
Ragnar Natanaelsson til Vals
Gabríel Sindri Möller til Hamars (Venslasamningur)
Terrell Vinson til Grindavíkur
Gerald Robinson
Brynjar Þór Guðnason hættur
Ragnar Helgi Friðriksson hættur

Keflavík:

Komnir:
Sverrir Þór Sverrisson þjálfari
Hörður Axel Vilhjálmsson frá Grikklandi
Gunnar Ólafsson frá St. Francis Brooklyn USA
Michael Craion frá SVBD (Frakklandi)
Mantas Mockevicius frá Litháen
Farnir:
Ragnar Örn Bragason til Þór Þ
Jón Arnór Sverrisson til Njarðvíkur
Daði Lár Jónsson til Hauka
Andrés Kristleifsson til Fjölnis
Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari

Í kvöld verður hægt að skrá sig í stuðningsmannaklúbbinn Grænu Ljónin en það er enn eitthvað af sætum eftir fyrir komandi tímabil.

Þá er Karfan.is að gefa tvo miða á leikinn í kvöld – sjá hér.
Viðtal við Einar Árna á Karfan.is

#ÁframNjarðvík #Ljónin