Njarðvík Íslandsmeistari í 2.deild drengjaflokksPrenta

Körfubolti

Drengjaflokkur var síðasta liðið eftir af yngri flokkum félagsins í Íslandsmótinu en þeir luku keppni nú um helgina með að vinna úrslitaleikinn í 2.deild drengjaflokks. Strákarnir sigruðu Stjörnuna b 83-78 í lokaleik mótsins í Dalhúsum í Gravarvogi á laugardag.

Elías Bjarki Pálsson var valin leikmaður úrslitaleiksins en hann átti frábæran leik og skoraði 32 stig og tók 8 fráköst á aðeins 24 mínútum. Næstir komu Oddur Fannar Hjaltason með 13 stig og 3 fráköst, Sigurbergur Ísaksson með 12 stig , 6 fráköst og 5 stoðsendingar og Sigurður Magnússon skoraði 11 stig. En liðið spilaði heilt yfir vel og allir lögðu sitt að mörkum í þessum flotta sigri.

Frábær endir á flottu tímabili, en liðið tapaði aðeins 2 leikjum í vetur og unnu 19. Þjálfarar flokksins eru Hermann Ingi Harðarson og Mario Matasovic.