Njarðvík Íslandsmeistarar í minnibolta 11 ára drengjaPrenta

Körfubolti

Nú rétt í þessu var að klárast Íslandsmót í minnibolta 11 ára. Lið Njarðvíkur undir stjórn Einars Árna Jóhannssonar stóð uppi sem sigurvegari í mótinu eftir að hafa unnið 4 af 5 leikjum um helgina. Á laugadeginum unnust þrír flottir sigrar , gegn Hamar og gegn feikna sterkum liðum Fjölnis og Stjörnunar. Fyrsti leikur dagsins tapaðist naumlega gegn UMFK. Það var því mikið undir síðari leiknum í dag en hann vannst 31-35 gegn Breiðablik og innsiglaði Íslansmeistaratitilinn.

Strákarnir stóðu sig vel í allan vetur en eitt sem var sérstaklega tekið eftir hjá hópnum var hversu til fyrirmyndar þeir voru á vellinum gagnvart mótherjum og dómurum, þeir voru félaginu sínu til sóma.

Til hamingju drengir !