Njarðvík-ÍR: Von á miklum slagPrenta

Körfubolti

Njarðvík tekur á móti ÍR í Domino´s-deild karla kl. 19:15 í Ljónagryfjunni í kvöld. Leikurinn er í 20. umferð deildarinnar sem þýðir að það eru alls sex stig eftir í pottinum fyrir öll lið. Bæði Njarðvík og ÍR hafa afbragðs góð not fyrir stig kvöldsins og því má búast við að menn selji sig dýrt!

Okkur Njarðvíkingum dugir ekkert annað en sigrar síðustu þrjá leikina til þess að eiga möguleika á að verða deildarmeistarar og það er einmitt það sem okkar menn ætla sér. Ljónahjörðin veit að Ghetto-Hooligans fylgja sínum mönnum fast eftir svo það er ráð að mæta græn og tilbúin til að láta í sér heyra, stuðningurinn í stúkunni er sjötti maðurinn á parketinu.

Áfram Njarðvík!