Njarðvík-Höttur: Lokaleikur ársins í kvöldPrenta

Körfubolti

Í kvöld mætast Njarðvík og Höttur í Domino´s-deild karla kl. 19:15 í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Þetta er lokaleikur ársins 2017 hjá karlaliðinu okkar í Domino´s-deildinni og þar af leiðandi síðasti leikur þeirra á árinu á heimavelli.

Af þessu tilefni munu iðkendur úr yngri flokkum Njarðvíkur taka þátt í upphitun með liðinu og boðið verður upp á grillaða borgara fyrir leik. Sérstakt tilboð er á leikinn í kvöld, miði á leikinn, borgari og gos/svali á litlar 2000 kr. Stakur borgari og gos/svali er á 1000 krónur.

Við tendrum upp í grillunum kl. 18 og borgararnir byrja að streyma um 18.15.

Sjáumst í Ljónagryfjunn í kvöld!

Viðburður-Facebook

#ÁframNjarðvík