Njarðvík-Fjölnir leikur tvö í Ljónagryfjunni í kvöldPrenta

Körfubolti

Önnur viðureign Njarðvíkur og Fjölnis í undanúrslitum 1. deildar kvenna fer fram í Ljónagryfjunni í Njarðvík í kvöld. Leikurinn hefst kl. 19:15 en staðan í einvíginu er 1-0 deildarmeistara Fjölni í vil en okkar konur ætla sér ekkert annað en að jafna metin!

Í fyrsta leik fóru Ljónynjurnar vel af stað en Fjölniskonur áttu sterkan þriðja leikhluta sem lagði grunn að fyrsta sigri þeirra í seríunni.

Við hvetjum alla Njarðvíkinga til þess að fjölmenna í Ljónagryfjuna í kvöld og styðja liðið til sigurs…þær hafa líka sitt um þetta að segja:

„B there“

Mynd/ Bára Dröfn – Erna Freydís Traustadóttir kemur upp með boltann í fyrsta leik gegn Fjölni.